|
|
|
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Þetta var æsispennandi lokastaða
Ég var að spila í kvöld sem og svo önnur mánudagskvöld. En kvöldið í kvöld var frábrugðið öðrum mánudagskvöldum að því leiti að það var lokakvöld í aðalsveitakeppni félagsins. Sem er í raun ekki frásögufærandi nema bara fyrir það eitt að fyrir síðustu umferð var ég með mína sveit efst og það 19 stigum að mig minnir fyrir ofan þá næstu. Já, það er mjög gott. En vitir menn ég og mínir sveitafélagar vorum svo feitt tekin í rassgatið eða öllu heldur held ég að við höfum nú bara smurt það sjálf í síðasta leiknum að það var engu öðru líkt.
Ok, smá útskýring það er mest hægt að fá 25 stig fyrir hvern leik og fyrir síðasta vorum við með 103 stig og þeir sem komu okkur næst voru með 84, jamm sem gera 19 stig í mun.
Úr síðustu umferðinni fengum við heil 6 stig sem er MJÖG lélegt en það kemur fyrir að maður verður að láta í minni pokann. Svo sú sveit sem fyrir neðan okkur var fekk fullt hús eða 25 stig :( sem gerir það að verkum að báðar sveitirnar voru með 109 í lokastöðunni. Ekki geta tvær sveitir unnið svo það var farið að líta á innbyrðisviðureign okkar við þessa sveit og þar höfðum við vinninginn þar sem síðast leikurinn var sá eini sem tapaður var :) Niðurstaðan er því sú ég vann. Húrra húrra húrra! Ætla ég hér að þakka meðspilurum mínum fyrir vel spilaðann bridge og góða skemmtun. Til hamingju sveitameðlimir mínir með glæstann sigur.
posted by Unknown
00:53

|