|
|
|
fimmtudagur, desember 19, 2002
Annasamir dagar
Ég er ekkert smá ánægð :) Það var búið að segja við mig að fara að drulla mér að redda hinu og þessu fyrir útskriftina því ekki væri hægt að redda því á síðustu stundu. En ég er nú einsog ég er og vildi ekki fara að jinxa útskriftinni minni svo ég dró allt framá síðustu mínútu... ekki það sniðugasta sem maður gerir :-/ En með þökk til allra sem hjálpuðu mér þá tekst mér að útskrifast með stæl. Foxý ladý ;)
Íslenska orðið yfir það að jinxa e-u er alveg dottið úr hausnum á mér :-/
Ég er svo sniðug að ég keypti mér háhælaða skó og ég kann ekki að labba á háum hælum... ég sé þetta alveg fyrir mér... "Anna Guðlaug Nielsen..." Labbi-labbi-labb... kratsch (þar brotnaði hællinn)... # ritskoðað #... labb-klínk*roðn*-labb-klínk*enn meira roðn*-labb-klínk (hér verð ég jafn rauð og vínrauða skyrtan mín)... Þetta verður þá eftirminnilegt ;)
Ég er að æfa mig í að ganga á þessu! Ég geng ekki alveg einsog skessa lengur, hehe :)
Ég fór og náði í útskriftarhúfuna mína áðan, þ.a. ég verð ekki húfulaus og þarf ekki að fá lánaðann pípuhatt ;)
Hefði ég ekki fengið stúdentshúfu þá hefði ég farið niðrí 4-Play og keypt mér stuttan jólasveinkukjól og jólahúfu, farið síðan í svörtu stígvélin mín og verið ofur-sexý ;) Ætla hvort eð er að kaupa mér þannig kjól!
Jæja, er að fara uppí skóla á æfingu????
posted by Unknown
17:42

|