|
|
|
þriðjudagur, desember 10, 2002
Bridgekvöld
Ekki gekk neitt alltof vel í kvöld en ég og pabbi (makker minn) enduðum í 3.-4.sæti. Það voru nokkur spil sem hefðu mátt betur fara. Til dæmis opnaði ég í einu spilinu á 1 spaða of var með þessa týpísku opnun 5-4-4-1 og 13 pkt. hafði hugsað még að segja hjartað næst en pabbi tók undir spaðann á öðru sagnstigi og ég var því fljót að hækka það í 4. Hefði betur sleppt því sérstaklega ef ég hefði vitað að pabbi var með AQ blönk í spaða og J109xxxx í laufi og 2-2. Það hefði verið réttara hjá pabba að segja 1NT í stað þess að segja 2sp því hann lofar 3 spöðum með þeirri meldingu! Svo að sjálfsögðu spilaði ég spilinu til fja....s. Hefði getað sloppið 1 niður en ég fór 3. Það er ekki fyndið hvað ég spilaði þetta spil illa!!!!
Þeir sem skildu eitthvað í þessu fá prik frá mér ;)
posted by Unknown
01:02
|