|
|
|
laugardagur, desember 14, 2002
Dísesssss.....
Ég þoli ekki þegar einhverjir smáhlutir fara í taugarnar á mér!!!! Ég var að breyta um lit á shout out-inu mínu og allt í gúddíi nema hvað ég setti gulan lit í bakgrunninn og þá hvarf Quote- og smile-draslið, enda gult á lit!!! En ég finn hvergi línuna fyrir það!!!! Þannig að ég verð bara að hafa þetta svona þar til pirringurinn er hættur og búinn að vera og reyna þá aftur...
OK, pirringurinn var ekki lengi að fara en ég er samt að hugsa um að hafa þetta svona ;)
Jólaglögg Delta B6
Ég var í jólaglöggi hjá Deltunni í gær og það var stuð aldarinnar... Eva, það verður líka gaman á laugardaginn... Þetta var samt svona útileigu fílingur. Einn lyfjafræðingurinn, Guðmundur að nafni, kom með gítar og söng af öllum lífs og sálarkröftum ásamt einum öðrum, honum Trausta. Þar sem ég hef rosalega gaman af því að syngja ákvað ég nú að slást í hópinn og taka nokkur lög með þeim ;) Hildur sem vinnur með mér ákvað að þetta væri nú líka eitthvað fyrir hana, svo sátum við þarna fjögur og sungum úr okkur lungun. Þegar við vorum búin að taka 3-4 lög ákvað Trausti að "mingla" aðeins. En við héldum þrjú áfram að láta fagran sönginn óma um salinn. Er líða tók á kvöldið fór fólkið að týnast út eitt af öðru og áður en við vissum af vorum við þrjú að syngja upp úr söngbókinni (í þriðja sinn og við erum að tala um að þetta var ekkert lítil söngbók!) og tvær konur til viðbótar að skemmta sér yfir góðu spjalli, þau einu sem vorum eftir. Þá var ákveðið að fara á Kaffi List, ég og vinnufélagar mínir sem allir eru 100% eldri en ég, ef ekki meira ;) Þar stoppaði ég samt stutt þar sem ég átti að fara og fór í próf í morgun. Þetta var þrususkemmtilegt og hreint ógleymanlegt kvöld ;)
Ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan... en það er allt önnur saga :)
Takk fyrir mig og vona að jólaglöggsþynkan sé ekki að leggjast illa í suma ;)
-nnnnnnnnnnnnn, bætist við eftir þörfum ;)
posted by Unknown
14:41

|