|
|
|
þriðjudagur, desember 10, 2002
Þegar piparkökur bakast kökur...
Já, nú eru jólin skammt undan. Meira að segja nær en ég hélt :-/ Þar sem ég er nú ekki komin í neina jólastemmingu ákvað ég að bæta úr því og baka piparkökur með Stefaníu systir minni og gríslingunum þrem. Sem ég er að fara gera núna eða ekki alveg ég er að fara að gera deig í kvöld og baka það á morgun. Því Stefí systir datt sú snallræðis hugmynd í hug að fá vinahóp Péturs (elsta sonar hennar, sem er 8 ára) í heimsókn á morgun og baka með þeim :o) Já, já, ég og hún kas með sjö, kannski átta stykki krakka... jibbí... jæja ekki einsog ég hafi ekki hjálpað henni áður en vá síðast mátti ég þakka fyrir að sleppa lifandi ;)
Annars finnst mér gífurlega gaman af þessum litlu dúllum. Sérstaklega snilldar svörum þeirra við spurningum sem þau eiga í raun ekki svör við :) Ohh, mig langar svo í badn, svona eitt stykki mini-me, en samt ekki. Þetta er ágætis fyrirkomulag sem ég er með, fæ bara eitt og eitt lánað hjá Stefí. Henni munar ekkert um það hún er nefnilega með útungunarstöð ;-)
Piparkökudeigið gerir sig ekki sjálft só bæó.
posted by Unknown
18:54

|