|
|
|
föstudagur, desember 27, 2002
Endalaus vinna
Ég var að vinna í Góunni frá átta til klukkan þrjú, að flokka rúsínur for crying out loud!!! Fór síðan með þrjá gríslinga á jólaball hjá Deltunni, sem var eiginlega búið þegar við komum á staðinn en átti þó að vera í klukkustund til viðbótar :( Klukkan fimm fór ég að vinna á Kentucky, Stefí systir var að halda því fram að ég væri vinnualki.... HA! ÉG?!?! getur ekki verið ;)
Æj, kokkurinn sem var að vinna í kvöld er snillingur og hann kemur mér alltaf til að hlæja :D Hann hefur þessi ótrúlega fallegu augu og killer-rass... úff, dú æ níd tú sei mor?
Langaði bara að deila þessari vitneskju með einhverjum... vona bara að hún leki ekki til hans *roðn* he... he... ehhh *ROÐN*.
Jæja er farin að gæða mér á gómsætum hot wings, sem OK eru ekki sterkir.... jú víst heheehe....
posted by Unknown
23:49
|