|
|
|
laugardagur, desember 07, 2002
Það er svo undarlegt með suma menn...
Fór á jólahlaðborð Delta í gær og kræsingarnar sem voru á borðstólnum... þetta var hreint lostæti M-M-mmmmm. Ég át á mig gat og skemmti mér konunglega við að hlusta á Papana syngja og söng að sjálfsögðu með :) "Við drekkum jamesöl, við jamesöl, allan daginn út og inn...". Síðan var haldið í afmælið til Þórunnar og þaðan var farið á Astró til að hlusta á meðlimi "In svarten faten", einsog þeir segja á FM, taka nokkur vel valin lög :) Það var ótrúlega gaman að dilla sér, hoppa og syngja sig hása, eins gott að ég þurfi ekki að tala inn á þessa síðu, við disco-lög, eurovision-lagasyrpu ofl. "Núna ertu hjá mér Nína..." ;) Barþjónninn okkar, hún nafna mín á Astró, er snillingur! Hún fær þrefalt húrra frá mér fyrir snilldartakta og góð skot... húrra... húrra... HÚRRA!
Um klukkan 1/2 4 þá var haldið á röltið... komum við á Nelly´s og þar inni var einhver gaur sem býr að mér skilst í götunni hennar Evu :-/ Hann kom og heilsaði og var voða næs en vinur hans, jukk! OK, hann var kannski ekki ljótur strákur en ég er ekki að fara á djammið til hözzla og/eða að fá mér að ríða! Mar´ gerir það edrú ;) Var eitthvað að dansa við hann svo reyndi hann að kyssa mig... NEI TAKK!! Ég var að dansa, BARA dansa! Svo ég gekk í burtu! BÆ! Oj, svo fór ég og Eva að ná okkur í leigubíl kemur þá ekki einhver gamall, lítill og feitur ítali... Eva þú dregur að þér ítalina... hahaha... og spurði okkur á lélegri ensku hvort við vildum skemmta okkur með sér og við sögðum á íslensku "HA? hvað ertu að segja?" þá kom einhver íslenskur kall, túlkur gaursins eða eitthvað og var að reyna að fara fínt í það að þeir eða ítalinn vildu/i fá það. HA! You wish! Ég sagði bara að kallinn minn biði eftir mér BLESS! og svo hlupum við Eva einsog fætur toguðu í burtu.
Ég hef aldrei skilið hvað sé svona gaman við að jamma í bænum??? Frekar vil ég vera heima og horfa á sjónvarpið eða lesa bók... eða enn betra vera að spila, mmmmmmmmmmm.
posted by Unknown
14:53

|