|
|
|
laugardagur, desember 14, 2002
Ég er enn á lífi
Ótrúlegt en satt þá gengu börnin ekki að mér dauðri... hmm, hljómar eitthvað vitlaust??? Gildir einu, börnin voru bara nokkuð þæg. Tveir drengjanna tóku nú vel til handanna, þá ekki við piparkökubaksturinn heldur við að berja hvorn annan í spað!!!! Já, þessi litlu "saklausu" börn, gaurarnir komnir með þennan óþolandi tipparíg (matsjó-stæla)... "...veistu, að pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!" Annars gekk þetta nú áfallalaust fyrir sig og krakkarnir og ég skemmtum okkur konunglega ;)
Æ, en ég verð að segja frá litlu frænku minni, hún er svo mikil dúlla! Aðeins þriggja, ahhhh! Hún var frekar óþekk við að borða kvöldmat eftir vinahópinn, ennþá svolítíð ærslafull og ég var að reyna fá hana til að borða en hún skreið alltaf undir borð og söng: "Þú getur ekki náð mér, þú getur ekki náð mér, nana-nana-naa-naaa". Ég sagði henni að hún ætti nú að koma og tala aðeins við mig. En allt kom fyrir ekki og hún hélt áfram að söngla þetta. Svo ég ætlaði mér nú að vera ekkert smá snjöll og sagði að ég nennti nú ekki að tala við fólk sem ég sæi ekki en þá breytist söngur aðeins... ég hefði mátt sjá þetta fyrir... Þá byrjaði hún að syngja hástöfum: "Þú getur ekki séð mig, þú getur ekki séð mig, nana-nana-naa-naaa". Hvað átti ég nú að segja??? Ohhh, hún er svo mikil dúlla.
Ég get ekki beðið eftir því hvort grátið verður eður ei... skólinn, what else!!! Fæ að vita það innan tíðar, von bráðar....
posted by Unknown
12:29

|