|
|
|
föstudagur, desember 20, 2002
Hárfegurð
Ég fór og lét laga á mér hárið og það er bara fínt... mér fannst hárið mitt ekki alveg nógu ljóst (endurspeglaði ekki nóg minni innri ljósku) svo ég bað um ljósar strípur og þær löguðu bara rótina sem ég var komin með. Ég spurði af hverju???? Mín innri ljóka sko... og það var bara svarað að ef ég vildi ljósara hár þá yrði ég að litaða allt... hehehehe... Þá áttaði ég mig á því að ég er komin með alveg nógu ljóst hár. => hér á undan er svolítið ýkt frásögn... but hey it´s me what do you expect???
Útskriftardagurinn runninn upp!
Jæja, þá er komið að því, útskriftin er aðeins í örfárra klukkustunda fjarlægð og gamall draumur loks að verða að veruleika þrátt fyrir annarra manna skoðanir ;)
Jæja, best að fara hafa sig til svo ég verði nú ekki sein... he he he ehhhh....
Draumur
Veit ekki hvort ég sé alveg að tapa glórunni eða hvað en mig dreymdi það í nótt að ég væri mætt á útskriftina. Ég hafði gleymt að skipta um föt en pabbi kom með dragtina mína... eða öllu heldur bara jakkann og skyrtuna, en allt aðrar buxur. Svo var ég að klæða mig í og þá sá ég buxurnar. Hvað hafði hann komið með? Buxur gerðar úr hvíta handklæðinu mínu með nafni mínu (bronslituðu letri) á hægri skálm!!!! Ég vaknaði upp með andfælum!!!
Ég er farin að klæða mig í!!!!!
posted by Unknown
14:11

|