Happy-go-lucky 
  corner   



Heim
Skjalasafn

Bloggararnir:
*Sætastur*
*Sækó biatch*
*Bynni hözzler*
*Benedikt*
*Hildur Jóna*
*Anna Jóna*
*Steinunn*
*Ásgeir*
*Eva Hrund*
*Haffi*
Linkarnir:
~Bridge.is~
~Bridgefélagið~
~Skemmti-Carol~
~Baggalútur~
~B2.is~
~Leit.is~
~Mogginn~
~Fóbóleikur~
~Footy Footy~

Korktaflan:
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

Slóð eða Emil

Skilaboð(broskallar)




online

What ever comes to mind...

 

þriðjudagur, desember 10, 2002

 
Pæling...

Ég var að velta hlutunum fyrir mér einsog endranær... hmmm... ég var að lesa lýsingu á því hvað nafnið mitt þýddi og hvaða innri persónu manneskjan ber sem heitir því nafni. Þetta var svolítið áhugavert en gefur þetta ekki til kynna að allir sem bera sama nafnið eru eins eða amk. svipaðir persónuleikar?? Þar stóð einmitt að ég væri svona "happy-go-lucky" persóna(einstaklingur), hvað sem það nú þýðir. Ég er nú reyndar ekkert frá því að það sé rétt, því að í allri óheppni minni er ég nokkuð heppin ;) Og svo brosi ég framan í heiminn, í von um að hann fari nú að brosa á móti :)

En eru þá allar Önnur þannig eða...? Neee, ég held ekki, en því ætti ég þá að trú þessu frekar en einhver önnur Anna? Er þetta búið til af fólki sem hefur ekkert að gera en hefur svo öflugt hugmyndarflug að það getur spunnið endalaust um einhver nöfn? Gengið sé útfrá því, þá hvers vegna nýtir það sér ekki hæfileika sína í eitthvað annað... skrifa skáldsögu með billjón nöfnum og útskýringu á þeim? ;) Eða voru þetta aukatekjumöguleikar hér áður fyrr einsog að spá og lækna með einhverjum aðferðum sem eru "hálfbjánalegar"... til dæmis hin og þessi dýr sem eiga að búa yfir lækningarmætti. Er þetta eitthvað til að trúa á eða er þetta bara tóm steypa? Því trúir fólk almennt á nokkurn skapaðann hlut? Er guð til? Kemur heimsendir?...

Ég hef mínar skoðanir á flest öllu og það sterkar og að reyna að horfa á allt með hlutlausum augum getur því verið svolítið erfitt. En ég fer stundum að pæla í svona hlutum afhverju þetta? og því hitt?... þetta eru kannski hálftilgangslausar pælingar en skilur maður ekki aðra betur ef hægt er að sjá hlutina einnig frá þeirra sjónarhorni?
OK, var bara að pæla... ég er ekki á neinu!!!! Believe you me!
Þetta fór einhverja aðra leið en ég ætlaði... á örugglega eftir að lesa þetta yfir og henda þessu af síðunni en pælið með mér smá á meðan...


Comments: Skrifa ummæli




This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting by HaloScan.com