|
|
|
þriðjudagur, desember 24, 2002
Þreyttttttt...
Ég er uppgefin, byrjaði að vinna klukkan átta í morgun og er búin að vinna stanslaust til klukkan 23:00. Byrjaði að vinna í Góu-Lindu frá átta til klukkan hálf-fimm og þaðan, eftir að hafa fengið jólanammi ;), var brunað beint í KFC í skeifunni.
Ég var að kynna konfekt í gær og það var búið að segja mér að það væri ógeðslega leiðinlegt svo ég bjóst við fimm tíma leiðindum en svo var ekki. Ég skemmti mér konunglega, fólkið var svo kurteist og í miklu jólaskapi að þetta var dýrðlegt :) En auðvitað kom eitthvað uppá, bíllinn sem átti að sækja mig kom 45 mín of seint :( Ég fékk 10 fyrir snyrtimennsku og góða sölu :D
Er að sofna svo ég er farin að fá mér skötu og síðan er zvefn. zzzzz
posted by Unknown
00:30
|