|
|
|
sunnudagur, janúar 19, 2003
Ég er hreinræktaður snillingur
Snillingurinn hún ég ætlaði sér að vera svo góð og baka í dag. Ekkert vandamál þar. Ég ákvað að baka vöfflur því það er uppáhaldið hans pabba. Ég byrjaði nú á því að fara út í búð og kaupa mjólk, hveiti, egg og sykur. Einfalt. Uppgötvaði svo að við eigum ekki vöfflujárn lengur :( Arg... ég leysti það vandamál með því að fara og kaupa einsog eitt stykki svoleiðis. Nó probs. Svo var það að byrja að baka... búin að gera deigið og vöfflujárnið heitt og fínt. Byrja að gera fyrstu vöfflurnar, gengur ekkert alltof vel en held ótrauð áfram. Hækkaði hitastigið á vöfflujárninu í hæsta, því þær voru svolítið ljósar... eiginlega alveg hráar :( Jæja, þegar ég var búin að gera 5 vöfflur á klukkutíma og allar voru þær vel ljósar þrátt fyrir að járndraslið var á hæstu stillingu... þá var þolinmæði mín á enda. Ég afskrifaði þá *BLÓT* vöfflujárnið og hætti. Sagði pabba síðan þegar hann kom heim að hann fengi bara súkkulaðikleinur (sem ég hafði svo heppilega keypt á sama tíma og hráefnið í vöfflurnar) með kaffinu þar sem vöfflubaksturinn hafði ekki alveg farið einsog ég hafði ætlað ;) Pabbi hló bara og þakkaði fyrir.
posted by Unknown
21:23

|