|
|
|
laugardagur, janúar 11, 2003
*sniff* *sniff*
Bíddu bíddu þetta er ekki alveg að meika sense!!! Ég er farin að sakna þess að vera ekki í skóla :( Mig langar að fara í háskólann kynnast nýju fólki og læra :( Þetta skólaleysi er alveg að fara með mig... fara bara á námslán, redda þau ekki öllu annars. Var reyndar búin að lofa sjálfri mér því að fara ekki á þessi bévítans námslán! En þetta er orðið verra en kallaleysið !!!!!! Mér er sossum skítsama þó þessi "hálfvitar" hafa engan áhuga á mér !!!!! Ekki alveg sama um það að vera ekki að mennta mig! Ég vil fara í skóla! ARG...
Hvað á ég að verða þegar ég verð stór??? Líffræðingur eða meinatæknir? Ætla að finna lausnina við krabbameini! Svo fyrir konu sem er að vinna með mér og aðrar ætla ég að búa til "barbie"-pillu... "þarft einungis að taka eina og slhúbb... ert komin með hlutföll barbiedúkkunnar...". Mér var reyndar bent á það að það gæti verið svolítið erfitt að standa á löppunum ;) Svo ég er að hugsa um að útfæra pilluna þannig að hægt verði nú að líta út einsog barbie án þess að lenda í hjólastól ;) Svo er ekki voða vinsælt að vera úr plasti en það gerist ekki með minni pillu :)
Annars er ég ekki að fatta hvaða áráttu fólk hefur fyrir "anorexíu" og "silikoni"?! Jaa, ég meina það er ekkert flott að vera svona ógeðslega grannur með huge brjóst! Það eru gífurlega margar ungar stúlkur sem eru með svo mikla þráhyggju varðandi líkama sinn að þær éta ekkert og fara í lýtaaðgerðir einsog að skipta um föt!!! Ég er mjög á móti lýtaaðgerðum. Þær eiga rétt á sér í einstaka tilfellum en það er svo verið að nauðga þessu að það er ekki fyndið!
Brjóstastækkanir, rassaminnkanir eða rassalyftingar, silikon í varir og fitusog... oj, vitiði hvernig fitusog fer fram? Það er viðbjóður og það byrjar að ólga í maganum á mér þegar ég hugsa um það. Það er skorið lítið gat þar sem það á að fara fram og einskonar ryksugu (stútnum) komið fyrir og svo er sullað í þessu hægri vinstri þar til tilætluðum árangri er náð. Sullið fer í einhver hólk eða poka. OOOOOJJJJJ!!!!
Discovery channel er sko að gera það gott hjá mér ;) Horfði líka einu sinni á hjartaaðgerð, það var geðveikt flott! Svo á keisaraskurð. Það var pínu óhugnarlegt en ekkert smá æðislegt að sjá lítið rautt krumpað kríli koma og ánægjuna sem var á móðurinni þegar hún sá rauðu rúsínuna sína, ohhhhh ;)
Ok, ég hugsa í hring ;)
posted by Unknown
18:25

|