|
|
|
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Vinnan
Það er nú með þessa blessuðu vinnu sem ég er í að hún er stórhættuleg milli þess sem maður gerir ekki rassgat! Það er nú þannig að í gær vorum við að vigta ammoníak og lyktin, OJJJJJ!!!! Svo sveið mig í augun og ef ég andaði að mér brann það niðrí rassgat! Fyrir utan það að þetta er stórvarasamt efni. Etherinn var með aðeins betri lykt en ekki góða. Svo að sulla þessu saman við meira úff, ég held ég þurfi nú ekki að segja meira. Aðeins 980 kg af óþverra!!!!
Annars var þetta rólegur dagur í dag, hélt reyndar að vinnan væri búin þegar við áttum að fara í hádegismat. Heheeee.
posted by Unknown
19:03
|