|
|
|
laugardagur, febrúar 22, 2003
ARG
Ég fór inná kassi.is og ætlaði að setja auglýsingu fyrir gamla bílinn minn þar inn. Svo ég byrjaði að fylla þetta út og kom síðan að því hvernig ég vildi greiða auglýsinguna og þá var ég ekki alveg viss svo ég ýtti á "cancel". Ákvað að kíkja á þá sem voru að óska eftir bíl fyrst. Margir höfðu jú áhuga á að skoða bílinn og ákvað ég því að auglýsa ekkert fyrr en það var búið. Bíllinn seldist daginn eftir. En auglýsingar helvítið sem ég hafði cancelað fór samt inná netið og það hefur ekki stoppað helvítis (afsakið orðbragðið) síminn síðan. Daglegar hringingar!!! Ég fékk einhverja staðfestingu á skráningu auglýsingarinnar og ef ég hefði einhverjar athugasemdir ætti ég bara að senda þeim tölvupóst innan 3 daga. Jú, jú, ég sendi þeim strax bréf um að ég hafi hætt við auglýsinguna og að bíllinn væri nú seldur og hefði þar af leiðandi ekkert gang af henni. Engu að síður er aulýsingardjöfullinn inni á síðunni þeirra og er að gera mér lífið leitt! *STÓRT OG FEITT BLÓT*
posted by Unknown
17:53

|