|
|
|
laugardagur, febrúar 08, 2003
Búhúhú
Ég fór með bílinn í svona "aulaskoðun" í morgun... veit nebbla ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður á bíl... svo lengi sem bíllinn kemst frá A til B er ég ánægð ;) (Samt gerði ég við gamla bílinn minn næstum alveg sjálf :) ) Hann kom bara vel út úr skoðuninni... JEY!
Pabbi keyrði mig tregur í vinnuna, því ég hafði engan tíma til að bíða eftir bílnum mínum og sagði mér jafnframt að ef ég versnaði hið minnsta skildi ég hringja í hann. 45 mín. eftir að ég mætti í vinnuna hringdi ég í pabba alveg að deyja úr öllu. Ég HATA að vera veik. Svaf síðan til hádegis fór þá að taka til... ekki veitti af ;oP Svo hringdi Eva Ösp og hún hló sig máttlausa yfir fagurri rödd minni.
Ég fór samt að spila... verð að æfa mig fyrir flugleiðamótið sem er næstu helgi... ég hlakka svo til!!! Fullt af erlendum úrvals keppendum að koma. Svo verðum við sponseruð í ár, að vísu bara í sveitakeppnina, sem betur fer því hún ein kostar 24.000 kall og tvímenningurinn 12.000. Þetta er ekkert smá dýrt hobbý... but hey if you aren´t enjoying life, than what´s the use!
Þetta verður allt í lagi þegar ég er komin inn í landliðið þá er sponsorað... ég ætti kannski að fara að hætta að hafna þeim... hmmmm.
posted by Unknown
02:06

|