|
|
|
sunnudagur, febrúar 23, 2003
Það er nú margt að gerast!
Það er kominn að ég held mánuður síðan pabbi keypti sér nýja Toyotu og ég á enn erfitt með að koma auga á hana í götunni. Ef það væri ekki fyrir taxamerkið ofaná bílnum þá fyndi ég hann aldrei.
Hálpaði ég nú Stefí systir í dag við að fara með rusl á Sorpu og fór með heilann helling héðan líka, s.s. bambus-sófasettið sem ég keypti af honum bróður mínum fyrir morðfjár til að styðja fluttningana hans út. Svo var farið í Rúmfatalagerinn og keyptur nýr sófi í stofuna... þar sem ég talaði pabba inn á það að leyfa mér að fara með þann sem er þar fyrir niðrí kjallara. Jey, þetta er allt að koma. Íbúðin verður vonandi komin í klassastand fyrir ammælið :o)
I´m so happy! *I´m dancing the happy-dance*
Syng enn og aftur "...lífið er yndislegt..." uhhh, með mér ;)
Þá er það bara að fara í skóla og að næla sér í kall!
posted by Unknown
19:42
|