|
|
|
föstudagur, febrúar 07, 2003
Ég er veikur *sniff* *sniff*
Ég held ég hafi aldrei verið eins hás og ég er nú! Þetta er líka ekkert smá asnaleg hæsi, ég tala einsog 13 ára strákur í mútum (er´idda rétt skrifað?). Engu að síður mætti ég í vinnuna. Stefán, Íris og Eva gerðu stanslaust grín að mér... sem og ég gerði að sjálfsögðu líka ;) Stefán bað mig um að syngja "smelly cat" lagið hennar Pheobe úr friends. Ég var ekki til í að ofreyna fagra rödd mína. Ég byrjaði að hlægja (var ég ekki að lesa að það ætti ekki að vera g í þessu orði, hmmm?) svo hélt ég því áfram aðallega vegna þess hve fyndið var að heyra mig hlægja og þannig hófst vítahringur dauðans. Síðan reyndi ég að öskra sem kom út einsog einhver sú all hallærislegasta.... hmmm, orðið hvarf úr hausnum á mér. Ég gjörsamlega týndi því!!! Hausinn á mér er ekkert smá dofinn! Jæja, ég fór líka að spila áðan... ekkert spennó ég tapaði báðum leikjunum sem voru spilaðir í kvöld!
Ég hef komist að því að geymslur eru af hinu illa! Ég var að hjálpa Stefí systir að hreinsa drasl út úr geymslunum hennar í gær. Eina sem sagt er um það er DÍSES, en ég er alltaf til í að hjálpa, jey :o)
Ég er farin að hallast að því að verkstjóranum mínum sé nokk sama hvort ég sé að vinna eða ekki! Funny, ain´t it?
P.s. Ef Íris, Stefán eða nokkur annar úr vinnunni spyrja þá er ég EKKI veik.
posted by Unknown
00:30

|