|
|
|
laugardagur, febrúar 22, 2003
Hvernig fannst ykkur úrslitin í Euró-inu?
Mér persónulega fannst fínt að Birgitta hafi unnið. Ég meina það er eina lagið sem var þarna sem hefði átt einhvern séns í að vinna þó svo ég sé ekki viss um hver árangurinn verður. Mín skoðun er samt að við eigum að fara taka þessu ekki svona alvarlega, svona einsog þjóðverjar. Sjáið til ef við eigum flott lag eins og Nína eða You´re all out of luck þá á að nota þau að sjálfsögðu. En einsog núna fannst mér ekkert þessara laga vera á þeim skala og því hefðum við átt að slá þessu upp í grín og skemmta öðrum þjóðum og að senda þá í Spaugstofunni út með lagið Týpískt júróvisíón lag!!! Ef við pælum í þessu þá hafa þjóðverjar ekki svo ég muni dottið út úr keppni og hafa þeir verið að koma með þrusu góð lög... don´t think so! Þeim er svo gjörsamlega sama um það hvort þeir vinna eða ekki! Svo þeir hafa bara gaman af þessu og senda eitthvað sprell út til að skemmta fólki og hef ég nú ekki svo sjaldan hlegið að showinu þeirra :oD
Svo niðurstaðan er sú sendum spaugstofumenn út að keppa fyrir Íslands hönd!
P.s. Reyndar koma allar þjóðir til með að keppa alltaf héðan í frá; dettur engin þjóð út.
posted by Unknown
17:13

|