|
|
|
laugardagur, febrúar 01, 2003
Kaffihúsaferð
Í gærkveldi var leið minni haldið á "M.H.-stelpu-hitti-kvöld" sem var skipulagt af Hildi Jónu. Ég pikkaði Evu Ösp upp eftir að leikurinn var búinn, þó ég hafi nú horft sem minnst á hann (var nebblega að spila til kl.21:00). Þegar við Eva mættum á staðinn ca. 20 mín of seint þá sat Hildur ein og yfirgefin. Skömmu seinna komu Ella og Eva Hrund og ekki leið á löngu þar til allt M.H. pakkið var komið. Þetta var nokkuð fínt þar sem maður hefur sem minnst verið meðal jafnaldra síðan... hmmm... útskriftinni???... allavega það er langt síðan. Þetta voru alveg LJÓMANDI (þetta orð er í boði Írisar ;o) )næstum tvær klukkustundir. Jaa, fyrir utan eitt komment frá Hildi, sem særði mig frekar þó það hafi verið meint í gríni. Vonast til að sjá síðan allar stúlkurnar hressar og kátar í afmælisboðinu mínu þegar það verður haldið... tímasetningin er ekki fastákveðin en þið fáið betra boð síðar ;)
posted by Unknown
01:56
|