|
|
|
sunnudagur, mars 23, 2003
Djammi djamm
Byrjaði helgina á því að spila og fór allt föstudagskvöldið í það. Vaknaði laugardagsmorguninn og fór að spila :) Strax eftir spilamennsku fór í ammæli til Evu Aspar sem var geðveikt skemmtilegt og spreyjaði ég á mér hárið appelsínugult og ekki slapp restin af gestunum við nýjan lit eða amk. smá ;) Eftir það var haldið í bæinn og dansað á Nelly´s svo um kl. 2:30 hélt ég heim því áframhaldandi keppni var framundan. Jú jú vaknaði snemma og fór að spila. Spilamennskan gekk ágætlega en hefði samt mátt ganga betur (unnum semsagt ekki ;op ). Var síðan að koma úr afmælisboði hjá Stefí systir en tveir af hennar grísum áttu einmitt afmæli. Þetta var bara mjög skemmtilegt. En getið hvað ég er að fara að gera á morgun?...
-->Þeir sem giskuðu á að spila fá stig.
posted by Unknown
20:34
|