|
|
|
laugardagur, mars 29, 2003
Þá er sú törn búin
Ég er á lífi og langt í frá að vera hætt að blogga. Það var brjálað að gera í vinnunni en þetta var fjör og allir ánægðir sem er að sjálfsögðu fyrir mestu.
Ég er nú búin að ákveða mig hvað ég ætla að læra og vona að sé rétt val... auðvitað er það rétt! Ég tók þessa ákvörðun ;o)
Ég samt var í ógeðslega fúlu skapi, ekki vikuna sem leið heldur vikuna þar á undan. Það kom nefnilega svo skemmtilega uppá að varð svo ógeðslega gröð að ég varð bara vond, langaði helst til að öskra. Hafiði einhverntíman lent í þessu? Það er ekki gott að hafa ekki neinn til að fá útrás á og ég var svo slæm að ég gat ekki hjálpað mér sjálf... var ekki að gera sama gagn. En það er allt batnað núna, amk. að mestu leyti.
Er núna búin að ákveða það að fara í sund 2x í viku og æfa tæbó útí garði eða einhversstaðar 3x viku síðan er það spilamennska amk. 2x í viku og vinnan. Nú er það bara að fara eftir þessu.
Jey, ég er að fara í skóla... hæ hó og jibbí jey ég er að fara í skólann...
posted by Unknown
21:24

|