|
|
|
fimmtudagur, mars 06, 2003
Er soldið smeik
Eva Ösp kom með þá brilliant hugmynd að fara á næsta djamm með litað hársprey í hárinu... ég var nú reyndar ekki alveg á sama máli að þetta væri sniðugt en féllst á það að fá rauðan lit. Þetta verður svona á móti glimmer-hársreyinu sem hún kom með í afmælið mitt... íbúðin er enn öll út í glimmeri!!! Er samt búin að skúra! Haffi er hárið í fínu lagi? ;o)
Já já nema hvað Eva fór og kannaði með sprey og það var bara til appelsínugult, bleikt og grænt! Ehemmm er ekki alveg viss um að mér lítist á blikuna en æm game einsog lofað var.
posted by Unknown
19:15
|