|
|
|
sunnudagur, mars 09, 2003
Gagnleg ferð eða hvað?
Ég fór ásamt Evu að kíkja á kynningu háskólanna í H.Í.. Ég fór með því hugarfari að ég myndi gera upp hug minn hvaða leið ég á að halda í lífinu. En allt kom fyrir ekki haldiði að ég hafi ekki komið heim en ruglaðri og óákveðnari en nokkru sinni fyrr! Gat nú verið *blót*! Nú er málið hvort ég eigi að fara í Sameindalíffræði, frumulíffræði og örverufræði í H.Í. eða meinatækninn í T.Í. EÐA tölvunarfræði í H.R.???? Þetta er allt eitthvað sem mig langar til að læra en allt á ólíkum stöðum. Svo er það líka hvaða vinnu er að fá fyrir líffræðingar í dag þ.e. á þessu sviði og þá meinatækna? Var ekki verið að segja upp um 200 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu? Jú, og sumir þessara menntaðra meinatækna eru að sækja um vinnu hjá Deltunni við það sem ég er að gera og er ég alveg ómenntuð á borð við þá! á hinn bóginn eru ekki alltof margir sem eru að mennta sig í tölvunarfræði þá þegar og verður markaðurinn ekki brátt mettaður af tölvunarfræðingum? Hvað á ég þá að taka til bragðs? Fara að læra kennarann því það sár vantar kennara! Ekki alveg það sem mig langar til að gera og svo hef ég víst ekki fullnægjandi íslenskukunnáttu til þess! Einsog sést hefur á þessari síðu. Málfarslega vitlausar setningar og stafsetningavitleysur hægri vinstri.
Þetta er ekki sniðugt. Ég vil ekki verða stór :( Ég er hrædd við hið óþekkta og það er enginn til að taka utan um mig og segja mér að allt fari vel. Sama hvaða ákvörðun ég tek eigi ég að fylgja hjartanu og vera sátt við hana. *sniff* *sniff* Svo er enginn til að skipa mér að læra eitthvað!!! *grát* Ekki það að ég vilji það en þá þarf ég ekki að taka ákvörðunina sjálf. Það var nógu erfitt að ákveða að fara í skóla. Nú er ég farin að gráta *grát...grát...grát*
posted by Unknown
18:41

|