|
|
|
föstudagur, mars 07, 2003
Óþolandi
Já, ég er óþolandi, I know. Ekki var það samt það sem ég ætlaði að segja frá og þó. Ég er frekar áhrifagjörn manneskja þó svo ég geri ekki allt einsog allir aðrir og veit vel rétt frá röngu og allt það, en samt *blót*. Ég hef lifað lífi mínu voðalega mikið fyrir aðra í stað þess að vera að lifa því fyrir mig og nú er ég komin á enn eina krossgötuna. Á ég að fylgja minni eigin sannfæringu, sem ég veit að er rétt eða á ég enn einu sinni að fylgja hópnum og gera það sem mér á sennilega ekki eftir að finnast gaman. Ég veit að lífið er manns eigið og enginn annar á að ráða nema maður sjálfur en er maður nógu djarfur til að standa upp og segja nei þetta heillar mig ekki! Ég vil heldur...? En veldur maður þá ekki einhverjum vonbrigðum? Jú, en þetta er mitt líf rétt? Samt vil ég vera góða stelpan, dóttirin og vinkonan og valda ekki neinum vonbrigðum og gera hið rétta. Á ég að berja hnefanum í borðið og segja hingað og ekki lengra ég er orðin GÖMUL og á nú rétt á því áður en ég dey að lifa síðustu dögum mínum hér á jörðinni samkvæmt mínu höfði eða á ég bara að halda áfram að grafa hausinn á mér ofan í sandinn þeigja og gera það sem hentar öðrum? ARG, ég veit vel að ég á að gera það sem ég vil en samt er þetta alltof erfitt. Veit ekki hvort að nokkur skilji eitthvað af þessu :( So be it!
P.s. EVA var eitthvað að tjá sig um það að ég væri meðvirk! Sem ég er ekki... nei nei og aftur nei PUNKTUR.
posted by Unknown
00:39

|