|
|
|
miðvikudagur, mars 05, 2003
Svefngalsi
Ég var að spila á mánudaginn sem þýðir að ég fer að sofa í fyrsta lagi klukkan hálf eitt. Sem var raunin þetta mánudagskvöld, ekki það að það sé frásögufærandi nema fyrir það að ég vissi að ég þyrfti að vakna klukkan fimm til að keyra pabba út á völl. Mín vaknaði MJÖG þreytt og keyrði pabba sinn út á völl og brunaði aftur í bæinn og rétt komst heim að borða áður en haldið var í vinnuna. Ég mætti "fersk" í vinnuna og vann eftir bestu getu. Ég reyndi að sjálfsögðu að halda uppi einhverjum samræðum og þótti þær margar hverjar afar gáfulegar, allavega á meðan umræðunni stóð. Brandarar voru sagðir og ef það voru ekki fimm aura brandarar þá skildi ég þá engan vegin því heilastarfsemi mín var í algjöru "shut down"! Hló ég líka endalaust mikið af öllu og engu. Í dag var ég svo að fá að heyra hvernig ég var í gær og var mikið hlegið af því hvernig ég var. OK, ég er frekar fyndin og geri aulalega hluti en vá ég held að ég hafi gjörsamlega toppað mig í gær. Það mátti halda að ég hafi verið verulega full og svo man ég ekki eftir helmingnum af því sem ég hló af. Þetta var versta svefngalsaástand sem ég hef nokkurntíman verið í. Ég var líka svo bjartsýn að ég vildi vinna yfirvinnu til klukkan átta :) Íris samþykkti samt ekki að ég inni lengur en til sex... sem betur fer því ég var sofnuð klukkan tíu mínútur yfir átta ;o)
Sem minnir mig á það að á þriðjudaginn í síðustu viku var Íris að tala við Sigga kallinn sinn í símann. Ég spurði Írisi að því hvort við ættum ekki að vera til átta og hún var alveg til í það nema hvað Siggi varð ekkert ýkja hrifinn af þeirri hugmynd því hann vildi kellu sína heim. Hann sagði að mig bráðvantaði kall!!! Huh? Síðan sagði hann mér að "Go fuck a duck!" og óskaði mér síðan til hamingju með afmælið! OK! Ég mátti ekki vinna yfirvinnu á ammælinu mínu! Sem var bara fínt því þegar ég kom heim hafði pabbi verið svo elskulegur að hann var búinn að elda handa mér Roastbeef og baka köku. Æj pabbi er svo mikið æði. *koss og knús*
posted by Unknown
22:32

|