|
|
|
sunnudagur, mars 02, 2003
Það var nú.
Jæja, nú var annar innantómi Íslandsmeistaratitillinn unninn. Jú, að sjálfsögðu er ég ánægð með sigurinn en hann væri mun stærri ef það hefði verið einhver samkeppni. Það voru dugnaðar Húsvíkingar sem þorðu í bæinn að keppa við reyndari spilara. Vona ég innilega að þeir haldi nú áfram þessari braut enda langt frá því að vera slæmir spilarar, smá æfing og þetta er komið ;o)
Nú LOKSINS á að fara kenna bridge sem valgrein í menntaskólum landsins og þá fer að koma meiri keppni í þetta, óskandi. Ég sem var búin að fá þetta í gegn á meðan ég var í menntaskóla, reyndar eingöngu til að fá einingar sjálf án þess að hafa fyrir því, en engu að síður hefði mátt vera búið að þessu fyrir óralöngu. Þetta lofar samt allt góðu uppá framtíð bridge á Íslandi.
Jæja, ég held mig enn við fyrri plön... þ.e. að láta taka eftir mér á næstu Bridgehátíð! Er eitt ár annars ekki fljótt að líða???
posted by Unknown
18:40
|