|
|
|
mánudagur, apríl 07, 2003
Drífandi helgi
Ég byrjaði á því að sleppa föstudagsspilamennsku og sá ekkert eftir því. Svo mætti ég fersk rétt fyrir átta og hellti upp á kaffi fyrir fólkið sem var einnig að koma. Skil ekki hvernig fólk getur drukkið þennan viðbjóð, ég gerði samt tilraun til að drekka þetta enn og aftur en nei það var ekki að renna niður... vibbi! Eftir vinnu um hálf tvö fór ég beint heim og þreif allt hátt og lágt... tók meira að segja loft og veggi inná baði. Nóg komið að vinnu fyrir þann daginn.
Ég ætlaði mér síðan að vera rosalega góð og baka á sunnudeginum. Skúffukaka hafði verið fyrir valinu en svo mundi ég allt í einu að ég hafði fengið uppskrift af eplapúðum í vinnunni og ákvað í staðinn að prófa hana. Jú, jú, ég sá að það vantaði sykur svo ég hélt út í búð og keypti hann. Allt gekk vel, blandaði hráefnunum saman og hræði deigið... EN síðan stóð að það ætti að elda púðana við vægan hita. Það væri ekki vandamál nema fyrir það að eldavélin virkar ekki nema á hæsta hita eða uppundir það! Prófaði að elda nokkra og það varð bara seigt ógeð sem ég át ;) Svo mundi ég að það er hitastillir á vöfflujárninu okkar þannig að ég þynnti deigið pínu og bakaði eplavöfflur í staðinn og þegar pabbi vaknaði var hann hinn ánægðasti. Að sjálfsögðu þurfti hann að sjá seiga ógeðið og hann bara hló að mér. Ég var fljót að stinga síðasta bitanum upp í mig og spurði hann glottandi að því af hverju hann var að hlæja ;o)
posted by Unknown
16:57

|