|
|
|
þriðjudagur, apríl 15, 2003
Það eru að koma páskar
Það vita allir hvað það þýðir... PÁSKAEGG... m.ö.o. sssssúúúúkkkkkuuuuullllllllaaaaaaaaðððððiiiii nammi nammi namm! Allir komnir í viðbragðsstöðu til að fara opna pokann brjóta upp eggið, en varlega þó því maður (þá á ég við ég) vill hafa eggin sín eins heil eins lengi og hægt er... svo maður (þá á ég aftur við sjálfa mig) líti nú ekki út einsog það átvagl sem maður (a.k.a.ég) raunverulega er ;o) Þá fyrst er leitað að málshættinum... í fyrra fekk ég: "*Man ekki* prófar gull en gull menn" og einhvern um einhvern foss?
Svo er nammið grandskoðað og það versta borðað fyrst... auddað. Man eftir því á mínum yngri árum þá ýtti ég alltaf hringnum sem er á bakhlið eggsins... hmmm, það er svolítið fyndið að vera að tala um bakhlið á eggi. Haldið á hænueggi og reynið að finna út úr því hvað er bakhlið þess, hehehe... inn og hélt egginu alveg heilu þar til allt nammið var var uppurið en þá mátti hefjast handar við eggjaniðurbrot. Reyndar átti ég eggið mitt alltaf ógeðslega lengi þegar ég var lítil (eitt sinn í ár og því var hent) en nú orðið þá má ég ekki sjá súkkulaði án þess að bragða "aðeins" á því. Fekk t.d. tvö egg í fyrra og þau kláruðust á... svo fór risinn inn í hellinn og tók öndina með sér... nei ok ég kláraði annað á tvem tímum (540g) og klukkutíma eftir það þá ákvað ég að það væri svo sem allt í lagi að narta aðeins í hitt yfir myndinni! Svo kláraðist myndin og ekkert var eftir af egginu (450g). Og ég varð ekki veik... en ég átti engin páskaegg eftir *snökkt* Verð að passa mig á þessu núna... right
posted by Unknown
23:43

|