|
|
|
þriðjudagur, apríl 29, 2003
Grín og glens
Það er alltaf gaman að geta stytt sér stundir með hinum ýmsu bröndurum. Þó svo ég sé nú bara brandari útaf fyrir mig þá ákvað ég að skella hérna inn einsog nokkrum *heyrst-hefur-við-bridgeborðið* bridge-bröndurum. Aðallega vegna þess að ég bæði vorkenndi og öfundaði Ara fyrir að hafa sett svona bjánalegann og illskiljanlegann brandara inn á síðuna sína ;o)
Heyrst hefur við bridgeborðið...
"Nei, þú ert með varalit"
"Settu hundinn"
"Þakka þér fyrir schumacher"
"Sjáðu bara hvað þú ert góður blindur"
"3NT"!!! ---> þetta er fyndið! mér er ástæðan alveg ókunn en Haffi og fleiri vitringar vita eflaust sannleikann þar á bakvið. Eina sem ég veit er að þetta er alltaf sagt við mig þegar ég segist spila bridge og svo er hlegið einsog lífið væri að veði. Ég stend bara á gati??? en dett ekki... svefngalsi! Kem með fleiri bráðfyndna við-bridgeborðið brandara þegar þreytan er yfirstaðin. M.ö.o. ég er farin að sofa.
posted by Unknown
00:14
|