|
|
|
laugardagur, apríl 26, 2003
Próf
Nú er hún systir mín að byrja í prófum og ég er að reyna að fá hana til að læra. Hún fer bara í fýlu, talar í þrjá tíma í símann, glápir á sjónvarpið og bara allt til að sleppa við það. Meira að segja gengur frá eftir sig sem hún gerir annars ALDREI! Arg! Ég er nú ekkert alsaklaus því þetta var nákvæmlega það sem ég gerði... oftast ;o)
Vaknaði og ákvað að taka því rólega í dag og ekki gera boffs. Tók mér bókina Artemis Fowl í hönd og ætlaði að klára hana, það er búið að taka mig ár og aldir að lesa hana. Mér finnst hún ekkert spennandi. Þegar ég var búin með einn kafla vaknaði ég við símhringingu, þá var það Stefí systir að biðja mig um að líta eftir krílunum þremur meðan hún kíkti með það nýja til docsins. Ég var svo fegin að fá afsökun fyrir sjálfan mig til að klára ekki þessa bók að ég var varla búin að klæða mig þegar ég var lögð af stað til hennar. Passaði krílin fyrir hana. Hélt síðan heim og faldi bókina. Stefni samt á að klára hana í kvöld ef ég finn hana :)
posted by Unknown
23:22

|