|
|
|
laugardagur, apríl 12, 2003
Skemmtilegt
Karl faðir minn átti afmæli í gær og eru hér hamingjuóskir til hans. *koss og knús*
Þar sem hann vildi ekki fara út að borða eldaði ég dýrindis máltíð handa honum og bakaði ljúffenga köku í eftirrétt... mmmm. Svo hélt ég á "bjórkvöld" með Delta staffinu og skemmti mér konunglega. Fólkið var fullt og skemmtilegt og ég held að ég hafi ekki þurft svona lítið áfengi til að fara að finna á mér í langan tíma! Þetta var stemming svo var farið á skemmtistaðarölt upp laugarveginn. Fór inn á Nelly´s og þar hitti ég Önnu Jónu þar sem hún var í góðum fíling með vinkonum sínum. Einnig hitti ég gaur sem var að vinna með mér á KFC uppí mosó aðallega... úff mig hefur soldið langað í hann svo ég fór nú bara upp að honum og sagði honum það og hann bað mig símanúmerið mitt sem ég skrifaði í hendina á honum. Hef ekki gert þetta áður! Nú er það bara spurning hvort hann hringi. Svo er það líka annað tækifæri í næstu viku... KFC árshátíð... well let´s see.
Þetta var vel heppnað kvöld og vona ég vakni oftar eins ánægð og gerði í morgun.
posted by Unknown
22:07

|