|
|
|
þriðjudagur, maí 13, 2003
Dagbækur
Hér með lýsi ég því yfir að dagbækur eru snilld. Ég var einn af þeim unglingum sem hugsuðu svo mikið um lífið og tilveruna að hausinn á mér var að springa. Við erum að tala um að pælingar mínar voru ekki af eðlilegum toga... ekkert frekar en þær eru í dag! Fékk ég þá góðu hugmynd í sjötta bekk (að mig minnir) að halda dagbók og urðu þær nokkrar eftir það. Núna fyrir stuttu þá fann ég einmitt umræddar dagbækur og hóf lestur. Það var ekkert smá skemmtileg lesning. Hvað mér fannst heimurinn undarlegur og var hrifning mín af hinum furðulegustu drengjum mjög skondin, finnst mér núna en þetta var alveg háalvarlegt mál þá ;o) Mér finnst vera frekar langt síðan að ég skrifaði síðast í dagbók, fyrir utan stöku færslur þegar ég þarf að gera upp hugsanir mínar, en það kom mér á óvart að ég skrifaði fram til 2001. Úff, hvað ég er með lélegt minni eða orðin svona hrikalega gömul. Nú hef ég hugsað mér að setja hér inn eitthvað af mínum dagbókarfærslum og leyfa öðrum að njóta þess að hlæja yfir kjánaskap ungrar stúlku.
P.s. Ég er ekkert frá því að Benni og Héðinn séu með eitthvað samsæri gegn mér og það yrði þá ekkert í fyrsta skiptið... ehhh... ég... sko... nei ekkert... bara bull he, he... ég sagði þetta ekki upphátt var það? *roðn*
posted by Unknown
01:38

|