|
|
|
föstudagur, maí 23, 2003
Eurovision
Það er kominn geðveikur júróvisíon fílíngur í mig. Það er búið að bjóða mér í tvö partý... hmmm og mig langar í bæði... krap... hvar verða sætu strákarnir? Sem eru ekki lofaðir!
Annars var ég að lesa inná eurovision.is mestu snilld ever... Logi og Gísli Marteinn eru snillingar og bloggið þeirra frá Riga er stútfullt af bulli og skemmtilegheitum. Nú er ég alveg veik í að fara út og vera að djamma og rugla með þessu liði. Gæti gert einsog klikkaði austurríkismaðurinn og verið á móti öllu bara til að vera á móti öllu. Einnig gengið í sömu fötunum dag eftir dag og gert eitthvað klikkaði einsog að ganga á eggjum og fara í hæsnabúning... sem austurríkisgaurinn gerði ekki heldur einhver annar. Com´n gerir mar ekki allt fyrir athyglina? hehehe já og PÓSA... Charlie´s Angles... blue steal :o*
Hvað eru allir ekki annars í júrófíling?
posted by Unknown
23:29
|