Fyrst ég er byrjuð að tala um bíó fór ég um daginn með honum Jóni að sjá X-men 2. Það var fín mynd með flottum bardagaatriðum þá helst þegar gellan með löngu neglurnar var að berjast við Wolverine. Vá, væri maður til í að vera með svona neglur... amk. engin hætta á að maður bíti þær :) X-men 2 fær 3 af 5 stjörnum fyrir afbragðs skemmtanagildi.
posted by Unknown
18:25