|
|
|
þriðjudagur, maí 13, 2003
Upp og ofan
Einhvernveginn fer ég alltaf að gera allt annað en ég ætlaði mér að gera í upphafi. Á sunnudaginn vaknaði ég og fór að þvo og ætlaði mér að klára allann þvottinn. Fór upp að glápa á sjónvarpið og það var ekkert sérstakt í því en ég hélt samt áfram að glápa "bara á meðan þvottavélin er að klárast". Ég rankaði við mér þegar klukkan var orðin tíu, þá búin að horfa á ekkert í tæpa 15 tíma. Í gær fór ég útí garð og stefndi á að slá grasið og vera rosa dugleg. En nei nei endaði ég ekki bara með að þurrka af einum stól og setjast á hann og vakna klukkutíma seinna við það að stikna úr hita! Ég er reyndar komin með smá lit fyrir vikið en var svo hvít fyrir að það sést varla. Svo í dag ætlaði ég að kíkja aðeins í heimsókn til Stefí systir eftir vinnu fara síðan heim að elda og gera allt hreint... kom heim um klukkan ellefu! Þetta er ekki eðlilegt!
Stefni á að fara í sund á morgun eftir vinnu, ætli mér takist það?
posted by Unknown
01:40
|