|
|
|
föstudagur, júní 27, 2003
Framvinda mála
Nú er það bara brjáluð vinna í tvær vikur og svo er það langþráð frí í 3 vikur... ekkert nema coktailar um miðjan dag og liggja í leti, mmmm... hvað á maður ekki alltaf að gerast smá alki í fríunum sínum???
Stundataflan mín er búin að vera þétt núna síðustu viku. Eftir vinnu er það annað hvort að fara að spila eða í ræktina. Vá, talandi um ræktina þá fórum við þrjár systur (ég, Halldóra og Stefanía) í jóga og það var ekkert smá mikið puð! Enda er varla hægt að finna óliðugari manneskju en mig! En nú með áframhaldandi jóga þá verður það sennilega í fyrsta sinn sem ég uppfylli áramótaheitið mitt... eða amk. eitt þeirra, sem var að verða liðugri... hehehe reyndar soldið skondið áramótaheit but hey nokkuð raunsætt ;)
posted by Unknown
22:33
|