|
|
|
þriðjudagur, júní 10, 2003
Raftingferð
Ferðin hófst um klukkan níu á föstudagskvöldið þegar haldið var úr bænum á fleygiferð inní ævintýrin út´á landi. Keyrðum sem brjálæðingar norður og vorum komin um miðnætti að Varmahlíð þar sem við tjölduðum með "mikilli" hjálp Eika. Svo þegar það var búið var farið að sofa enda stór dagur framundan ;)
Kom upp smá misskilningur og því var ákveðið að vakna klukkan níu... hehee... úpps :os ...sko, við hefðum með réttu ekki þurft að vakna fyrr en um ellefu... æ þetta var bjánalegur misskilningur sem enginn þarf að vita af... JÁ, ég er ljóshærð! Allavega, um hálf tólf var haldið í raftingið. Eiki og Hrafnkeli var nú ekki sama þegar á staðinn var komið og þeir þurftu að skrifa undir "dauðadóminn"... þ.e. skrifa undir að það sé ekki á ábyrgð ævintýraferða ef eitthvað kemur fyrir... eikkað soleis. Ég, Haffi, Jón Bjarni, Daði, Tanja og Þórunn lentum saman í bát með klikkað skemmtilegum guide frá Nepal... held að hann heiti Anuk eða eitthvað. Gaurinn lét okkur gera fullt af hlutum sem hinir bátarnir fengu ekki að gera... hehehe we rule :o) Svo spurði hann okkur hvort við vildum ekki prófa að hvolfa bátnum sem við vorum alveg tilbúin til að gera og það tókst einu sinni. Svo reyndi hann oft að fá okkur öll til að detta útí en tvö af þeim skiptum datt hann einn útí... það var ekkert smá fyndið. Bara snilldar rafting!
Eftir raftingið var farið að grilla svo eftir matinn settust allir og töluðu saman... hmmm, eða öllu heldur hlustuðu á Eika bulla við útlendingana sem voru með í för og grenjuðu úr hlátri. Drykkir voru hafðir við hönd og voru margir orðnir frekar skrautlegir um miðnætti. Einmitt þá datt okkur í hug að kíkja í Grettislaug. Ég var svo heppnin að vera annar af tvem dræverum og það á bensínlausum bíl sem ég reyndar vissi ekki að væri bensínlaus fyrr en við vorum rúmlega hálfnuð en þá datt okkur það snjallræði í hug að stöðva bílinn sem ég var á og fara í hollum á staðinn. Svo um þrjú var haldið til baka og bíllinn enn jafn bensínlaus (eða lítill öllu heldur) skrítið ég hélt að það fylltist alltaf á bílana bara sjálfkrafa :) Haldið var inn á Sauðarkrók og þar var rúntað bæinn endinlangann til að finna sjálfsala og eftir að hafa farið í amk. þrjá hringi í bænum þá loks fannst hann og bensín var sett á bílinn. Eiki ákvað að gerast guide fyrir útlendingana og benti þeim á allt sem fyrir var... sem var allt drepfyndið... t.d. these white rolls... yes, those marshmallows over there are fullt of hey... allavega var þetta ekkert smá fyndið.
Það grátlega við ferðina var að þurfa að fara úr þessu líka glaða sólskini í grenjandi rignuna í Reykjavík :o(
Þeir sem ekki létu sjá sig í þessa ferð misstu sem sagt af miklu!
posted by Unknown
09:57

|