|
|
|
laugardagur, júlí 12, 2003
Freakz
Ég var að horfa á Discovery channel sem og svo oft áður og var á henni þáttur um freak shows. Það var verið að tala um hin og þessi "týpísku" freak shows s.s. sirkusatriðin... skeggjaða konan, dvergar, risar og snákafólk. Fannst mér þessi þáttur ekkert áhugaverður og var að hugsa um að skipta um stöð. Þá varð skjárinn skyndilega svartur og síðan kviknaði dauft ljós sem skein á svið, mikill reykur var á sviðinu svo vart var hægt að sjá það sem var að gerast fyrr en allt í einu kom maður inn hangandi úr loftinu og úr honum hékk kona. Þetta var svolítið einkennilegt þar sem hann var næstum nakinn og skildi ég ekki alveg hvernig þetta var gert... fyrr en zoomað var inn á fólki... OJ, þetta var ógeðslegasta atriði sem ég hef séð! Það var þannig að það voru tíu að mér skildist hákarlakrókum komið fyrir á aftanverðan líkama karlsins og átta að framanverðu og svo voru átta krókum fest í konuna að aftanverðu. Krókunum var stungið í gegnum skinnið (og var þetta allt sýnt) en passa þurfti að þeir færu ekki í gegnum vöðva. Þegar var búið að koma krókunum fyrir þá var gaurinn hífður upp á vírum og/eða keðjum úr tíu krókunum að aftanverðu og var konan síðan hengd niður úr átta krókunum að framan verðu á gaurnum með vírum og/eða keðjum í gegnum sína átta króka að aftanverðu. Uhhhhhrrr, það fer hrollur um mig við tilhugsunina. Mér varð hálf óglatt en forvitnin leyfði mér ekki að slökkva á þessu og hélt ég áfram að horfa á þennan þátt. Kom það þá í ljós að þetta atriði og fleiri svona krókaatriði eru komin af einhverri afrískri trú og gengur hún út á einmitt þetta... þ.e. að hanga úr krók (já einum krók) eða krókum og falla í einhverskonar trans. Þetta átti að vera eitthvert æðra plan sem þeir fóru á þegar þetta var gert. Það fekk mig til að hugsa um það að þetta hafi ekkert verið svo gáfað fólk því auðvitað fer líkaminn í trans, sársaukinn er svo mikill að líkaminn dofnar allur og það fær endorfínkikk og svo líður yfir fólkið... nei, "AFSAKIÐ" það fellur í trans! STUPID PEOPLE!!!
Kannski er þessi pæling bara bull hjá mér en hvað er fólk að hugsa að troða einhverjum krókum í líkama sinn og hengja sig uppá þeim!
posted by Unknown
18:00

|