Happy-go-lucky 
  corner   



Heim
Skjalasafn

Bloggararnir:
*Sætastur*
*Sækó biatch*
*Bynni hözzler*
*Benedikt*
*Hildur Jóna*
*Anna Jóna*
*Steinunn*
*Ásgeir*
*Eva Hrund*
*Haffi*
Linkarnir:
~Bridge.is~
~Bridgefélagið~
~Skemmti-Carol~
~Baggalútur~
~B2.is~
~Leit.is~
~Mogginn~
~Fóbóleikur~
~Footy Footy~

Korktaflan:
Powered by TagBoard Message Board
Nafn

Slóð eða Emil

Skilaboð(broskallar)




online

What ever comes to mind...

 

sunnudagur, ágúst 24, 2003

 
Nú líður að vinnulokum og skólinn að byrja

Síðasti vinnudagurinn minn er á þriðjudaginn, vinn reyndar bara til hádegis því það er kynning fyrir nýnema eftir hádegi. Ohhh, dúllurnar í vinnunni minni ætla að fara með mér út að borða í hádeginu til að kveðja mig og vegna vel unnina starfa okkar allra. Ekkert smá sætt af þeim :) Ég var næstum farin að gráta á föstudaginn þegar ég áttaði mig á því að ég væri að fara að hætta... í alvörunni að hætta! Svo er ég líka svo stressuð á því að byrja í skólanum. Er einhvernvegin alveg vissum að ég eigi ekki eftir að kunna neitt og vera gjörsamlega einsog *kúkur*. Jæja, það þýðir lítið að hugsa um það núna.
Ég var að horfa á formúluna í dag og nú er þetta orðið ekkert smá spennó... litli Schumacher endaði að vísu bara í 4. á eftir Alonso, Räikkönen og Montoya. Samt ekki eins flott byrjun núna og í Þýskalandi... þegar þeir lentu þrír saman, R. Schumacher, Räikkönen og Barrichello alveg í upphafi. Díses, svo fekk Ralf einhverjar 4 millur í sekt. Samt flottasta formúlan var... æj þegar það var helli rigning og það kláruðu bara átta að mig minnir. Ok, ég horfi á formúluna bara útaf árekstrunum! Af hverju ætti maður annars að horfa á hana ;)
Íþróttamanneskjan hún ég sem telur það vera hreyfingu ef hún horfir á íþróttir í sjónvarpinu... var líka að fylgjast með boltanum. Þar áttust við USA og Brasilía og auðvitað hélt ég með Brössum en þetta hitti svo illa á að þegar staðan var 1-0 fyrir mínum þá var formúlan að byrja svo ég skipti yfir. Ég taldi mig geta fundið úrslitin einhversstaðar á netinu eða á textaverpinu en allt kom fyrir ekki það er einsog þessi leikur hafi ekkert verið spilaður og mig hafi bara verið að dreyma eða eitthvað. Tel líklegast að Eurosport hafi verið að sýna gamlan leik en mér er sama ég vil vita hvernig hann fór :(
Ef einhver veit hvernig þessi leikur fór þá yrði ég himinlifandi.


Comments: Skrifa ummæli




This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting by HaloScan.com