|
|
|
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
Skild´etta vera skólajól???
Ég trúi því ekki enn að mér hafi tekist að klúðra skráningunni minni í skólann :S Lúði!!! Já, ég taldi mig vera svo gáfaða að ég gæti bara farið beint í Grasafræði B... hehehe, RIGHT! Ég ætlaði að skrá mig í Grasafræði A en ruglaði síðasta tölustafnum í skránungunni smá skrifaði 1 sem átti að vera 7. Hehe... vona að það komi nú ekki fyrir á prófi... úpps. Þannig að ég þurfti í dag að skrá mig úr mínum fyrsta áfanga og skrá mig, að mér fannst, aftur í Grasafræði A.
Þá er fyrsti skóladagurinn búinn og þetta leggst líka svona rosalega vel í mig. Þetta eru að mér sýnist bara áhugaverð fög sem ég er í... fyrir utan stærðfræði 503 all over again!!!! Hve oft í lífinu á ég að þurfa að sitja þennan áfanga? Og ég sem stóð í þeirri meiningu að ég væri búin með kvótann... *ARG* & *BLÓT*
Verð samt að játa að mér finnst ég vera einsog illagerður hlutur sem á hvergi heima þarna. Við erum á flakki milli húsa og bæjarhluta. Er samt heppin að því leyti að ég er alltaf í VRII nema einu sinni á miðvikudögum, þegar við erum í vindgöngunum og í verklegu tímunum á Grensásvegi... vúhú fæ fleiri lykla, veit reyndar ekki hvað ég á að gera við alla þessa lykla sem ég hef orðið undir höndum but hey ég er lykilmanneskjan... fattiði LYKIL- manneskjan... HAHAHAHA... ok brandarinn búinn!
Annars hvert fer maður til að setjast niður og læra? Hvar eru setu-, kaffi- og frímínútu-hitti-staðirnir? Jeg flytter bara på Þjóðarbókhlaðan! Það er einhver sem á að koma og leiða mann og sýna manni helstu placeinn. Það finnst mér að minnsta kosti... maður á alltaf að segja það sem manni finnst... got what æm sei-ing?
Skólabækurnar bíða og það er ekki gott! bæbbs
posted by Unknown
15:05

|