|
|
|
mánudagur, september 08, 2003
Fleiri hraðahindranir?!
Þessar tvær hraðahindranir sem voru á Barónstígnum voru nú anskotans nóg þó þeir færu nú ekki að bæta ÞREMUR til viðbótar. Það líka á svo litlum kafla sem frá Njálsgötu að Egilsgötu! Þetta er einsog að keyra í efra Breiðholtinu! Djö! *blót*
Þegar ég er á leiðinni í skólann hef ég valkostina a) Keyra yfir 5 hraðahindranir, sem rústa nýju dempurunum mínum, fara yfir þrenn ljós og eitt stórhættulegt hringtorg þar sem einhverjar huge ass upphækkaðar jeppadruslur á alltof stórum dekkjum reyna að keyra yfir mann einsog þetta sé eitthvað Monster truck maddness eða jeppatoffæra þar sem bíllinn minn er bara peð *aaaaaaa... smá innöndun* eða b) Keyra yfir eina hraðahindrun (nema ég fari últra langan krók), 5 ljós og enn þetta skaðræðis hringtorg þar sem litlar fólksbíladruslur reyna að keyra af manni húddið (sama hringtorg og áðan).
Erfitt val! Ef ég vel b) þá lendi ég undantekningalaust alltaf á rauðu... sama þó svo manni var kennt í ökuskólanum að ef við keyrum á jöfnum leyfilegum hraða þá ætti maður nær alltaf að lenda á grænu... það hefur að vísu sína kosti að lenda á rauðu t.d. ef ég fer í sturtu áður en ég fer í skólan eða kvöldið áður og er ekki búin að greiða mér þá kemur það sér afar vel að lenda á rauðu. Þessir kostir eru samt ekki nægilega margir til að dekka alla ókostina. Hinsvegar ef ég vel a) þá eru það dempararnir mínir og mitt líf í hættu, þar sem ég hef króníska andúð á hraðahindrunum gæti það haft slæm sálræn áhrif á mig að fara yfir allar þessar hraðahindranir.
Hver var það sem leyfði þessar hraðahindranir eiginlega? Ekki ég, ég var ekki einu sinni spurð hvort ég vildi fá fleiri hraðahindranir inn í líf mitt! Svarið hefði að sjálfsögðu verið NEI og mæli ég því með að þeim verði umsvifalaust slátrað!
posted by Unknown
18:05

|