|
|
|
mánudagur, september 08, 2003
Stærðfræði
Það var einhver sem laug því að mér að þetta yrði pís of keik. Já, já, settist niður í gær og ákvað að fara læra heimadæmin mín... fekk samt þá snilldarhugmynd að gera eitthvað af dæmatímadæmnum fyrst. Einsog alltaf þegar ég fæ snilldarhugmynd þá gerist eitthvað. Byrjaði að skilja ekki neitt í þessum dæmat.d. og hélt áfram að skilja ekki neitt, svo rétt áður en ég tapaði glórunni datt mér það snjallræði að fara að mála mig! Þegar ég var orðin sæt þá ákvað ég nú að leggja aftur í dæmin og heimadæmin en ekkert var fatturinn að fara í lag svo ég náði mér í naglalakk. Miðað við það að ég kem venjulega ekki nálægt svona nagladót og kann því ekkert á það tókst mér að sletta svona ágætislagi á neglurnar á mér. Var nú stofan farin að anga af naglalakki. Er ansi hrædd um að ég hafi verið komin í vímu eða eitthvað, því þegar ég fór að skoða heimadæmin (var löngu búin að gefast uppá hinu) þá skildi ég allt í einu hvað átti að gera! Svo þegar ég var búin að reikna heilt dæmi steinsofnaði ég yfir öllu saman... snillingur að venju!
Kláraði að gera heimadæmin mín í efnafr. á meðan kennarinn var enn í upprifjunarkaflanum. Svo skilaði ég í flýti og allt var klappað og klárt... eða hvað? Um leið og ég var búin að setja heimadæmin í hólfið leit á nafnið á kennaranum og úpps... nei, ég setti heimadæmin ekki rétt hólf heldur ákvað ég að skíra kennarann uppá nýtt og faðir hennar líka :s Hún var víst Hreinsdóttir en er nú Heimisdóttir... lalala... uuu, smá prentvilla, he he heee e e e... hvað er þetta ég held að allir vinir mínir hafa klúðrað nafninu mínu... Meira að segja uppí vinnu hét ég Anna Guðlaus (sem var tæpó) og því var ekki breytt því öllum fannst það svo fyndið!
Jájá, vonum bara að hún taki ekkert eftir þessu ;)
posted by Unknown
18:49

|