|
|
|
miðvikudagur, september 24, 2003
Vísindaferð
Nú á föstudaginn fer ég í mína fyrstu vísindaferð... uppí Delta... hehehe. Það var komin biðröð að skráningarlistanum þegar ég mætti og tók það 3 mínútur að fylla þessi 40 pláss sem voru í ferðina. En því miður komust ekki allir að einsog gengur og gerist. Survivial of the fittest og fyrstir koma fyrstir fá kinda thing...
Ég var næstum farin að halda að ég yrði ein af þeim sem löbbuðu út grenjandi en það voru 4 auð pláss eftir fyrir mig og nægði það varla...
Það verður gaman að fara uppí Deltuna og fá að sjá það sem er verið að gera þar og svona ;) Ætli ég verið að haga mér vel til að missa ekki vinnuna?... well, fyrst ég missti ekki vinnuna eftir árshátíðina þá held ég reyndar að það sé engin hætta þar en samt gott að hafa varann á :)
posted by Unknown
14:54
|