|
|
|
föstudagur, október 24, 2003
Aðeins að flýta mér
Ég leit á stundatöfluna mína á miðvikudagskvöldið og las að ég ætti að mæta í skólann klukkan hálf tíu, fannst mér það svolítið skrýtið því mig minnti að ég ætti að mæta 11. Í trú um að ég hafi lesið rétt stillti ég vekjaraklukkuna og fór að sofa. Síðan vaknaði ég við klukkuna en ákvað að kúra aðeins lengur, ég elska að sofa. Ekki var kúrið heillaráð því ég áttaði mig allt í einu að það væru 10 mín. þar til ég ætti að vera mætt í skólann og hentist ég framúr. Mætti akkúrat í skólann móð og másandi, gekk hröðum skrefum framhjá stúdentaherberginu (þar sem sjoppan er í VRII) sá þar aðra líffræðinema vera læra og hugsaði með mér: "féll tíminn niður eða ætla þau ekki að mæta". Ég næstum hljóp inn í stofuna og var næstum sest þegar ég sá að ég þekkti engan í stofunni og ekki kennarann heldur sem var byrjaður að kenna :S *Lúði*
Jább, ég leit vitlaust á stundatöfluna mína kvöldið áður og hefði betur farið eftir hugboðinu mínu. Jæja, ég settist bara niður já hinum krökkunum og lærði með þeim... ja, átti reyndar bara eftir að hreinskrifa heimadæmin mín í stæ. svo ég gerði það bara og kannaði í leiðinni hvort þau gerðu ekki einsog ég, þ.e. kannaði hvort ég hafi ekki gert rétt. Úff, ég gerði eina reiknivillu :( sem var MJÖG klaufaleg, margfaldaði vitlaust MEÐ vasareikninum mínum!
posted by Unknown
21:41

|