|
|
|
miðvikudagur, október 22, 2003
Grease
Já, ég skellti mér á Grease núna rétt í þessu með Guðlaugu, Alexöndru og Helgu systir. Þetta var nú ekkert svo slæmt, reyndar bara mjög skemmtilegt. Ég elska að fara í leikhús á söngleiki, hreinlega dýrka það og dái. Ég lifi mig svo inní þetta að ég var næstum staðin upp og farin að dansa með, já ég er að segja að það munaði minnstu að ég hafi stokkið úr sætinu og bara joinað, einog maður segir á góðri íslensku ;)
Næst er stefnan sett á dýrin í Hálsaskógi. Held reyndar að ég kunni það enn utanað síðan ég misþyrmdi vínilplötunni í denn. Það er að vísu "bara" biðlisti fram á vor en hey, þið verðið að viðurkenna að þetta eru dýrin í Hálsaskógi og að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ;) Finnst mér samt að Örn Árna og Siggi Sigurjóns eiga hlutverk Lilla klifurmúsar og Mikka refs og væri því kannski að eyðileggja mína minningu með því að fara á þetta núna?! Sjáum til...
Mig langar líka að sjá leikritið: Öfugu megin framúr, held ég að það heiti. Það er að vísu ekki söngleikur svo ég er ekki alveg vissum hvernig það eigi eftir að leggjast í mig. Er samt ekki viss með þetta leikritadót því ég álpaðist einu sinni nú ekki fyrir svo alls löngu með þeim Evu Ösp og Unni á leikritið Kristnihald undir Jökli og held ég að það lýsi stemmingunni best þegar ég segi að ég þurfti að vekja Evu upp á 5 mín. fresti og Unnur var farin að geyspa! Well það var eitt gott atriði í leikritinu og það átti enganvegin heima í sögunni. Jú og jú nei það átti smá oggulítinn part í sögunni en samt ekki eins viðamikinn og leikritið gerði hann. Það var þegar þeir byggðu kirkjuna.
It´s grease-lightning...
posted by Unknown
22:56

|