|
|
|
miðvikudagur, október 29, 2003
Líffræði
Það vita allir að ég tók þá ákvörðun um að fara í líffræðinám. Bjóst ég við svona MH áföngum í líffræði og allir voða happy, glaðir, graðir og alles. Jújú þetta er svipuð efnafræði og stærðfræði en datt mér nú ekki í hug að líffræðin sjálf væri svona áhugaverð sérstaklega þegar maður er að læra hluti sem manni finnast gjörsamlega fráleiddir. Ég skal gefa ykkur smá innsýn inní þennan skemmtilega heim líffræðinnar í háskólanum einmitt það sem ég var að læra í morgun:
Epli eru af rósaætt!!! What?! Ok, það er af því að mestur partur mjúka hluta eplisins myndast úr blómbotni (eplis)blómsins. Sama gildir um perur, apríkósur, kirsuber og möndlur. Já, þetta fannst mér allavega mjög skrýtið sérstaklega þegar hún útskýrði það fyrir okkur að þetta væru jú rósir einsog fólk á það til að gefa hvort öðru.
Svo var það nú hinn áhugaverði hlutinn sem ég komst að í þessum sama tíma bananar og appelsínur eru ber... as in berrys! Ok, ég var að búast við einhverju nýju jújú en að gjörsamlega rugla í ávaxtakenningu minni svona er alveg fráleitt. Þetta er allavega komið á hreint núna... epli eru rósir og bananar eru ber!
posted by Unknown
14:03

|