|
|
|
þriðjudagur, desember 23, 2003
Nú koma jólin...
Hátíð ljóss og friðar gengur senn í garð... eða er þetta ekki hátíð kreditkortanna? Allavega það fólk sem ég hef séð þeysast um bæinn í leit að hinni ultimate jólagjöf handa hinum og þessum eru með kreditkortin svo hátt á lofti og eru svo blind á það að þetta séu líka peningar sem þarf að borga að það eyðir svo langt um efnum fram... hálfvitar!!!
Ég er ekki að segja að við eigum að vera nísk um jólin en hvernig væri að gefa persónulegar gjafir í stað þess að velja þær dýrustu? Og kannski aðeins að kanna hverju maður hefur efni á!
posted by Unknown
01:33
|