|
|
föstudagur, janúar 16, 2004
Ákvað að kanna hvað "litli maðurinn" getur gert.
Nei, þessi grein tengist ekkert kynlífi. Perrar... eða var ég bara ein sem hugsaði þetta? Allavega, þá ákvað ég að kanna hve rödd almúgans væri sterk. Ekki stefni ég á alþingi svo ég læt þau málefni ekki fara mikið í taugarnar á mér... en þegar þau ná inná mig verð ég pirruð í marga daga. Mitt heita málefni er bridge, datt einhverjum það í hug? ;)
Nú er það þannig að Íslandsmót kvenna og yngri spila í sveitakeppni er á sama tíma og ég hefði tekið þátt í báðum mótunum ef þau hefðu verið á sitthvorum tímanum. Svo ég sendi eftirfarandi póst inná spjallið á bridge.is:
Ég verð að lýsa óánægju minni yfir því að Íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni sé á sama tíma. Hvað á ég að gera sem kvenkyns yngri spilari? Er ekki gert ráð fyrir ungum stúlkun (konum) í bridge-inum? Ég sjálf hefði viljað taka þátt í báðum mótunum, en það er ekki hægt. Jú, þetta hefur verið svona í einhver ár en er ekki hægt að breyta eða hagræða þessu? Sérstaklega þegar verið er að ýta undir aukinni þáttöku yngri spilara og þá væntanlega einnig kvenkyns, ætti því að reyna að taka tillit til þeirra í keppnishaldi. Finnst mér t.d. fyrirkomulagið þegar Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi er, óaðfinnanlegt þar sem engir hagsmunaárekstrar eru. Það væri svolítið undarlegt ef sama manneskjan gæti flokkast bæði undir yngri spilara og eldri. :)
The protestor in me is breaking out... múhahahahaha...
posted by Unknown
12:53
|