|
|
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Þeir voru sko teknir olíulaust í rassgatið...
Okkur tókst að verja Íslandsmeistaratitillinn. Þetta árið var 100% þátttökuaukning í Íslandsmótinu, eða 4 sveitir. Í tveimur þeirra voru algerir byrjendur en það var frábært að þau skildu mæta því nú er að koma samkeppni í þetta. Þriðja sveitin var sterk... já víkingarnir frá Húsavík eða kapítalistarnir einsog þeir vildu kalla sig.
Spilaðir voru 6 leikir, 2 við hverja sveit. Laugardagurinn byrjaði samt ekki vel, byrjuðum á að tapa 12-18* fyrir kapítalistunum en svo unnum við hinar tvær 25-x* en kapítalistarnir unnu báða hina leikina 24-6. Þannig að þetta var æsispennandi aðeins 4 stiga munur. Svo á sunnudeginum áttum við að byrja á Kapítalistunum og þar með mátti segja að úrslita leikurinn átti sér stað. Spennan í hámarki og allir að deyja úr stressi. Minn makker(spilafélgi) var svolítið þunnur eða ölli heldur ennþá ölvaður. Hann spilaði samt vel og unnum við leikinn 24-6 og þar með var þetta búið... unnum hina leikina 25-x einsog kapparnir og urðum því Íslandsmeistarar með 14 stiga mun og tel ég það bara nokkuð gott. Já, á meðan ég man sveitin okkar hét Stelpurnar ;)
Annars er þetta "the shorter version" af þessu tekin af bridge.is:
Nýkrýndir Íslandsmeistar Yngri spilara 2004.
01-02-2004
Fjórar sveitir mættu til leiks, en nokkur munur var á styrkleika liðanna.
Tvær efstu sveitirnar nánast hreinsuðu sína leiki, og stóð sveitin Stelpurnar uppi sem sigurvegarar. Úrslitin réðust í seinni innbyrðis leik, en þá lögðu Stelpurnar sveit Kapítalistanna 24-6 og Íslandsmeistaratitilinn var í höfn.
Í sigursveitinni spiluðu: Inda Hrönn Björnsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen, Örvar Óskarsson, Gunnar Björn Helgason og Sigurbjörn Haraldsson.
Lokastaðan:
1. Stelpurnar 136
2. Kapítalistarnir 122
3. Lollypops 41
4. Gangleri 34
* það eru 30 stig til skiptanna en það er samt ekki hægt að fá meira en 25 stig. Svo það getur endað 25-5, 25-4,...,25-0.
posted by Unknown
12:15
|